Sögu Den Gamle Fabrik má rekja aftur til 1834 í Jordbærkælderen í Kaupmannahöfn, þar sem hægt var að kaupa fersk ber og ávexti. Samliggjandi var veitingastaður þar sem hægt var að kaupa kaffi, te, heimagerðan ís, ávaxtaeftirrétti og sætabrauð. Síðar var opnuð sultugerð, sem framleiddi sultu með gamaldags brúnum og hvítum miðum og þekkjum við útlitið enn í dag. Við framleiðsluna var lögð áhersla á virðingu við hráefnið, en sultan var gerð eftir uppskrift frá Jordbærkælderen. Enn þann dag í dag er sultan framleidd í opnum pottum án þess að sjóða. Eftir framleiðslu er sultunni hellt varlega á glerkrukkur. Þessi framleiðsluaðferð tryggir að bragð og litur hráefnanna glatast ekki. Den Gamle Fabrik – gæði í yfir 180 ár.