Walkers karamellukrans

Hráefni:

 

  • 1 kg Walkers karamellur að eigin vali
  • Lítinn járnhring í svörtu eða gylltu
  • 1 kefli af snæri
  • Greni að eigin vali í grænu
  • Gyllt skraut eins og spreyjaðar greinar
  • Borði til að gera slaufu
  • Svartur fíngerður vír
  • Límbyssa ef þið eigið (þarf ekki en betra að hafa fyrir slaufuna)

 

Aðferð:

 

  1. Byrjið á að klippa snæri í mismunandi lengdum og binda nokkrar karamellur á annan endann á snærið. (Ástæðan er sú að maður togar í hinn endann til að fá sér karamellu).
  2. Klippið niður greni og greinar í hæfilega stærð og bindið með vír neðst vinstra og hægra megin svo það vísi í sitthvora áttina.
  3. Bindið næst snærin með karamellunum á neðst svo það lafi niður fyrir miðju.
  4. Gerið fallega slaufu og límið á með límbyssu eða bindið á fyrir miðju til að fela hnútana.
  5. Setjið svo borða efst til að hengja kransinn upp með.