Klístraður súkkulaðidraumur sem þarf ekki að baka

Hráefni:

 

  • Kakan

  • 225 gr smjör
  • 1/2 bolli bökunarsíróp eða 170 gr
  • 50 gr kakó
  • 100 gr sykur
  • 60 ml vatn eða 60 gr
  • 8 stk af 80 gr Sport Lunch stykkjum (veit það virkar mikið en trúið mér það er það ekki)
  • 220 gr Homeblest kex
  • Kremið

  • 120 gr dökkt Carletti súkkulaði
  • 120 gr rjómi

 

Aðferð:

 

  1. Bræðið smjör, síróp, kakó, sykur og vatn saman í potti
  2. Skerið Sport Lunch stykkin niður í bita (ég skar hvern kubb í 4 bita) og setjið í stóra skál
  3. Brjótið hafrakexið í bita c.a 1,5 cm en hafið þá misstóra svona fyrir lúkkið (geymið í annari skál)
  4. Þegar allt er vel blandað saman í pottinum takið það þá af hellunni og hellið yfir Sport Lunchið í stóru skálinni og hrærið vel saman
  5. Leyfið þessu að standa í eins og 10 mínútur
  6. Takið þá brotna kexið og bætið því út í stóru skálina í 3 hollum og hrærið því vel saman við
  7. Takið nú 20 cm smellumót og hellið ofan í og þrýstið kökunni vel niður í formið og setjið í frystirinn
  8. Byrjið svo á kreminu
  9. Brytjið súkkulaðið niður í skál
  10. Hitið rjómann í potti upp að suðu og hellið yfir súkkulaðið í skálinni og látið standa í 1 mínútu
  11. Hrærið nú vel saman þar til verður að glansandi og silkumjúku kremi
  12. Hellið yfir kökuna og setjið í kæli (ekki frysti) í lágmark 6 klst eða jafnvel yfir nótt
  13. Berið fram með eða án rjóma

 

Höfundur er María Gomez, www.paz.is