Bræðið súkkulaði og Bertolli saman yfir vatnsbaði.
Eggin og sykurinn er stífþeytt saman og súkkulaðiblöndunni hrært saman við.
Hveiti og kakó er svo sigtað saman við í lokin. Gætið þess að hræra ekki of mikið eftir að hveitið er komið í deigið, annars verður kakan seig.Bakið við 180°c í ca. 25 mínútur.Hægt er að krydda upp á uppskriftina með því að bæta 6cl (60ml) af líkjör í deigið t.d. Bailey’s, Amaretto eða piparmyntulíkjör.