Rolo ostakaka

Botn:

 

  • 1 pakki Homeblest kex
  • 60 g brætt smjör
  1. Finnið til um 22 cm breitt smelluform, setjið bökunarpappír í botninn og spreyið botn og hliðar með matarolíuspreyi.
  2. Brytjið kexið niður í minni hluta og tætið niður í duftkennt form í blandara eða matvinnsluvél.
  3. Setjið kexduftið í skál og hrærið bræddu smjörinu saman við.
  4. Hellið blöndunni næst í kökuformið, þjappið því niður í botninn og aðeins upp kantana, kælið á meðan fyllingin er útbúin.

 

Fylling og skreyting:

 

  • 4 gelatínblöð
  • 50 ml sjóðandi vatn
  • 600 g rjómaostur við stofuhita
  • 150 g sykur
  • 120 g flórsykur
  • Fræ úr einni vanillustöng
  • 300 ml þeyttur rjómi
  • 4 rúllur af Rolo (4 x 41,6 g)
  1. Leggið gelatínblöðin í bleyti í kalt vatn í um 10 mínútur.
  2. Sjóðið þá 50 ml af vatni og bætið gelatínblöðunum saman við, einu í einu, hrærið í á milli og takið af hellunni og hellið í skál/ílát þegar gelatínið er uppleyst. Leyfið á ná stofuhita á meðan annað er undirbúið.
  3. Þeytið saman rjómaost, sykur, flórsykur og fræ úr vanillustöng þar til létt blanda myndast, skafið nokkrum sinnum niður á milli.
  4. Hellið gelatínblöndunni (við stofuhita) saman við í mjórri bunu og hrærið saman allan tímann.
  5. Næst má blanda þeytta rjómanum varlega saman við með sleif.
  6. Að lokum má skera Rolo niður í minni bita og blanda saman við ostakökublönduna, síðan hella í smelluformið og kæla í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.
  7. Fallegt er að skreyta kökuna með ferskum blómum eða öðru sem ykkur dettur í hug.

 

Uppskrift frá www.gotteri.is