Krönsí konfektmolar

Hráefni:

 

  • 350 g dökkt súkkulaði
  • 2 x Polly original pokar (2 x 130 g) + meira til að setja ofan á
  • 100 g gróft saxaðar pekanhnetur
  • 100 g gróft saxaðar möndlur
  • 70 þurrkuð trönuber + meira til að setja ofan á
  • 100 g saltkringlur + meira til að setja ofan á
  • 30 g kókosflögur + meira til að setja ofan á

 

Aðferð:

 

  1. Klæðið ferkantað mót með bökunarpappír (um 25 x 25 cm)
  2. Bræðið dökka súkkulaðið og leyfið hitanum að rjúka úr á meðan þið takið til önnur hráefni.
  3. Hrærið öllu saman í stórri skál, hellið í ferkantaða formið og þjappið vel niður.
  4. Setjið smá Polly, trönuber, saltkringlur og kókosflögur ofan á til að molarnir verði enn fallegri þegar þeir eru skornir niður.
  5. Setjið í frysti í um klukkustund, leyfið svo aðeins að standa við stofuhita og skerið niður.

 

Höfundur er Berglind, www.gotteri.is