NETSPJALL
Fyrirtækjaþjónusta Danól
Danól býður upp á heildarlausnir í kaffi og te fyrir stór og smá fyrirtæki, stofnanir, skóla og leikskóla, hótel, kaffihús og veitingahús. Hágæða kaffibaunir, kaffivélar til leigu, te í úrvali ásamt hinum ýmsu matvælum og aðföngum sem snúa að rekstri í matvæla- og veitingageiranum er meðal þess sem boðið er upp á.
Danól er með eigin tæknimann sem sér um viðhald, viðgerðir og tæknilega aðstoð ásamt sérstökum sölufulltrúa kaffilausna.
Kaffi
Við bjóðum upp á fyrsta flokks kaffi frá vörumerkjunum Lavazza og Merrild. Hægt er að velja á milli bauna, malaðs kaffis og kaffihylkja, allt eftir þörfum og vélavali hvers og eins viðskiptavinar. Lavazza og Merrild eru bæði vel þekkt vörumerki og rómuð fyrir gæði, gott bragð og eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á sjálfbærni í starfsemi sinni.
Te
Við bjóðum upp á gott úrval af tei frá vörumerkjunum Birchall og Whittington. Birchall er rótgróið breskt tefyrirtæki. Hjá Birchall fara verð og gæði svo sannarlega saman og boðið er upp á fjölmargar spennandi bragðtegundir. Einnig bera flestar tegundirnar bæði Fairtrade og Rainforest Alliance vottanir. Whittington er te í allra hæsta gæðaflokki fyrir þá sem kjósa aðeins það besta. Boðið er upp á 9 spennandi tegundir af Whittington tei, þar af tvær lífrænar.