NETSPJALL
Sjálfbærnivegferð Lavazza
Allt frá árinu 1935 hefur Lavazza tileinkað sér framtíðarsýn sem setur efnahagslega, félagslega, umhverfislega og menningarlega arfleifð samstarfslanda sinna í forgang. Frá upphafi hefur Lavazza Group stefnt að því að sameina ágæti, sjálfbærni og nýsköpun til að tryggja hámarksgæði kaffis með sem minnstum umhverfisáhrifum. Með þessum áherslum hefur fyrirtækið gert hvern kaffibolla að einstakri og umhverfisvænni upplifun, sem neytendur geta notið hvenær sem er án þess að það komi niður á gæðum.
Skuldbinding okkar varðandi sjálfbærni
Blend for Better yfirlýsing Lavazza Group er lýsandi fyrir skuldbindgu Lavazza við sjálfbær þróunarmarkmið (SDGs) Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030. Þessi yfirlýsing tengist beint metnaði fyrirtækisins um að framleiða ekki einungis hágæða kaffi, heldur gera það á sjálfbæran hátt með því að flétta sjálfbærni inn í alla starfsemi og ferla.
Þegar Lavazza Group lagði upp í þá vegferð að innleiða skref í átt að sjálfbærni var eitt mikilvægasta skref fyrirtækisins til að hafa jákvæð áhrif á félagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu stigi að framleiða sjálfbærar vörur.
Annað mikilvægt skref sem vert er að taka eftir á þessari vegferð var stuðningur Lavazza, bæði fjárhagslegur og annars konar, við sjálfbær þróunarverkefni sem stuðla að því að bæta vinnuaðstæður og lífskjör í þeim byggðarlögum sem fyrirtækið hefur starfsemi í. Fólk er alltaf í fyrirrúmi hvers verkefnis Lavazza Group og með þessum verkefnum, vonumst við til að skapa vinnuumhverfi sem ber hag fólks fyrir brjósti og lætur sér annt um lífsgæði þess og fjölskyldna þeirra.
VOTTANIR LAVAZZA
Fyrir utan fjölmörg verkefni og skref sem sýna fram á nýstárlega og umhverfislega ábyrga nálgun Lavazza Group erum fyrirtækið afar stolt af vottunum sínum, sem miklum tíma og auðlindum hefur verið varið í.
- Rainforest Alliance: Þessi vottun þýðir að við erum staðráðin í að bjóða vörur frá Rainforest Alliance vottuðum býlum. Þesi mikilvægi gæðastimpill er merki fyrir vörumerki og fyrirtæki sem hafa skuldbundið sig til að knýja áfram efnahagsþróun, byggja upp samfélög og vernda umhverfi okkar.
- TÜV Austria vöruvottun: Þessi vottun sannreynir að ákveðnar vörur séu jarðgerðarhæfar og í samræmi við alþjóðlegan staðal EN 13432 frá TÜV Austria. Vörur sem hafa verið vottaðar af TÜV AUSTRIA hafa oft umtalsvert samkeppnisforskot þar sem þær gæði vöru eru vottuð af þriðja aðila.
- Lífræn vottun: Þessi vottun er veitt vörumerkjum og fyrirtækjum sem bjóða upp á vöru sem hefur verið ræktuð í samræmi við framleiðsluferla sem fylgja reglugerðum Evrópusambandsins um lífræna ræktun.
- Vottun fyrir handvalið kaffi: Þessari vottun er ætluð til að tryggja neytendum að kaffibaunirnar sem valdar eru séu sérvaldar og aðeins í hæstu gæðum til að tryggja og ýta undir eiginleika kaffiblöndunnar.
- WELL Health-Safety Rating vottun: Lavazza Group hefur valið WELL Health-Safety sem öryggisstaðalstaðal sem á að tryggja vernd allra þá sem eyða tíma í rýmum á vegum Lavazza. Byggingarnar með þessa vottun eru auðkenndar með WELL Health-Safety Rating skilti við innganginn. Ik8,5-6
- LEED® vottun: LEED-vottun er þekktasta vottunin á heimsvísu fyrir orku- og umhverfisframmistöðu. Nuvola Lavazza byggingin, nýja Lavazza höfuðstöðvarbyggingin, hefur þegar hlotið LEED® vottun á PLATINUM-stigi, sem er eitt hæsta vottunarstigið. Um þessar mundir er hún ein sjálfbærasta bygging í heimi