• Stóreldhús
  • Matvöruverslanir
  • Snyrtivara og fatnaður
  • Spurt & svarað

NETSPJALL

Verkefni gegn skógareyðingu

 

Lavazza styður verkefni í Ekvador sem ýtir undir sjálfbæra kaffiframleiðslu á Amazon-svæðinu.

 

Lavazza sjóðurinn (e. Lavazza Foundation) styrkir um þessar mundir verkefni í Ekvador til að efla sjálfbæra kaffiframleiðslu, bæði umhverfislega og félagslega. Markmið þessa verkefnis er að hvetja til framleiðslu á sjálfbæru kaffi og skapa betri dreifingu ávinnings meðal hinna ýmsu aðila í virðiskeðjunni. 

 

Vegna gríðarlegrar skógareyðingar á Amazon-svæðinu notar ríkisstjórn Ekvador nú fjármuni sem úthlutað er af Græna Loftslagssjóðnum (GCF) og Global Environment Facility (GEF) til að styrkja núverandi aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að takast á við eyðinguna. Nýlega hefur GEF byrjað að leggja til hliðar fé til að búa til virðiskeðjur í landbúnaði sem fela í sér núlleyðingu skóga (e. zero deforestation), þar á meðal fyrir sérstakt verkefni sem snýr að kaffiræktun í 23 héruðum sem liggja að Amazon-regnskóginum 

 

Með þetta í huga tóku umhverfis- og vatnamálaráðuneyti (MAAE), landbúnaðar- og búfjárráðuneytið (MAG) Ekvador og Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) höndum saman um að hefja átaksverkefni til að styðja við „Zero Deforestation“ kaffi, með það að sjónarmiði að bæta tekjur framleiðenda með því að auka gæði og framleiðni kaffis. 

 

LAVAZZA - ALLTAF Í FRAMLÍNU SJÁLFBÆRRAR ÞRÓUNAR 

 

Lavazza var eini kaffiframleiðandinn sem studdi þetta mikilvæga framtak. Hlutverk Lavazza var að kynna nýjan vinnustaðal á kaffi í Ekvador sem stuðlar að núlleyðingu og styðja landið í framleiðslu á hágæða kaffi. 

 

Í lok árs 2019 var undirrituð viljayfirlýsing í Quito milli MAAE, MAG, UNDP og Lavazza, til að styrkja kaffigeirann í Ekvador með því að vera í forsvari fyrir framtakið um núlleyðingu. Þetta var grundvallarskref í átt að sjálfbærri framleiðslu í kaffigeiranum í samræmi við sjálfbær þróunarmarkmið og Parísarsamkomulagið. 

/>