Humlum tartalettur

Innihald:

 

  • 1 pakki Luxus Humlum tartalettur 
  • 100 gr nýkreistur sítrónusafi úr ferskum sítrónum (ekki nota úr belg)
  • 2 egg
  • 1 eggjarauða
  • 100 gr sykur
  • Börkur af einni sítrónu
  • 50 gr smjör
  • Eggjahvítukrem (marengs):
  • 2 eggjahvítur
  • 40 gr sykur
  • 1/4 tsk cream of tartar eða vínsteinslyftiduft (er það sama)
  • Pínu ponsu salt

 

Aðferð:

 

  1. Notið gler eða plastskál til verksins (ekki úr stáli)
  2. Setjið í skál öll innihaldsefnin, nema smjörið og hrærið saman með písk. Passið að raspa bara gula partinn af sítrónuberkinum alls ekki hvíta lagið
  3. Setjið skálina svo yfir vatnsbað (þ.e. setjið vatn í pott og skálina yfir án þess að botninn á henni snerti vatnið)
  4. Hitið vatnið yfir ögn hærra en meðalhita og hrærið í sítrónublöndunni allan tímann á meðan þar til hún þykknar í skálinni yfir pottinum á heitri hellunni
  5. Ég svindlaði smá og byrjaði á að nota handþeytara til verksins í skálina yfir pottinum. Þegar var komin mikil froða skipti ég yfir í písk og pískaði saman þar til blandan var orðin þykk eins og vanillubúðingur á vínarbrauði. Þetta er gert yfir vatnsbaðinu allan tímann og getur tekið allt að 10 mínútur, en passið að píska allan tímann. Verið þolinmóð. Oft þegar maður heldur að hún þykkni ekkert kemur það loks allt í einu
  6. Takið svo blönduna þegar hún hefur þykknað og sigtið hana í aðra skál. Setjið svo smjörið í og hrærið vel saman, varlega samt
  7. Hitið ofninn á 180 C° blástur og penslið tartaletturnar með sykurvatninu sem ég nefni efst
  8. Hellið svo sítrónublöndunni jafnt í hverja tartalettu og stingið í ofninn í 10 mínútur
  9. Gerið næst eggjahvítukremið en það er best að gera það rétt áður en á að bera þær fram
  10. Þá eru eggjahvítur, cream of tartar og salt sett í hrærivél og þeytt þar til byrjar að þykkna ögn
  11. Byrjið þá að setja sykurinn í smápörtum út í eins og 2 msk í einu og þeytið stöðugt á meðan þar til kremið er orðið alveg hvítt og stíft, ættuð að geta hvolft skálinni án þess að það haggist
  12. Þegar tartaletturnar hafa kólnað er kreminu sprautað ofan á og brennt með brennara

Uppskrift: Paz.is